Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 10:09 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira