Ný kynslóð móðgast yfir Friends: „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. mars 2023 12:00 Jennifer Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum frá því að hún hóf feril sinn sem gamanleikkona fyrir um þrjátíu árum síðan. Getty/James Devaney Jennifer Aniston á að baki um þrjátíu ára feril sem gamanleikkona, allt frá hlutverki hennar sem Rachel í Friends til myndarinnar Murder Mystery 2 sem kom út í dag. Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, í raun svo miklum að það sé orðin ákveðin kúnst að vera fyndin í dag. „Í dag er þetta er orðið pínulítið snúið af því að þú þarft að fara mjög varlega, sem gerir grínleikurum erfitt fyrir. Fegurðin í gríni er að við getum gert grín að okkur sjálfum og gert grín að lífinu,“ segir Aniston í viðtali við tímaritið Variety. Hún segir að áður fyrr hafi tíðkast að gera grín að alls konar fólki og allir hefðu hlegið að því. „Þetta snerist bara um að varpa ljósi á það hve fáránlegt fólk getur verið, en núna megum við ekki gera það lengur,“ segir hún. Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og voru sýndir til ársins 2004. Um er að ræða eina vinsælustu gamanþætti sem nokkurn tímann hafa verið gerðir. Á síðustu árum hafa þættirnir þó sætt töluverðri gagnrýni fyrir skort á margbreytileika. Þættirnir Friends eru einir vinsælustu gamanþættir sem gerðir hafa verið. Þeir voru sýndir frá árinu 1994 til ársins 2004.Getty Yrði gert öðruvísi ef þættirnir myndu snúa aftur í dag Leikkonan Lisa Kudrow, sem fór með hlutverk Phoebe í Friends, lét hafa það eftir sér fyrir nokkrum árum að ef þættirnir myndu snúa aftur í dag myndi leikarahópurinn ekki aðeins samanstanda af hvítu fólki. Hún segir þó að á sínum tíma hafi það ekki verið hlutverk Davids Crane og Mörtu Kauffman, höfunda þáttanna, að segja sögur hópa sem þau tilheyrðu ekki og þekktu ekki sjálf. „Þau höfðu ekkert með það að gera að skrifa um það hvernig það er að vera þeldökk manneskja,“ sagði Kudrow í viðtali á sínum tíma en höfundar þáttanna eru hvítir. Jennifer Aniston og Lisa Kudrow árið 1995.Getty/Jeff Kravitz „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Aniston segist vera vel meðvituð um það að umhverfið sé breytt og að húmorinn í þáttunum geti því stuðað. „Það er komin upp heil kynslóð af fólki, krökkum, sem eru núna að horfa á gamla Friends þætti og móðgast yfir þeim. Það er eitthvað sem var aldrei ætlunin en svo eru hlutir sem við hefðum kannski mátt huga betur að, en ég held að það hafi ekki verið sama viðkvæmnin þá eins og er núna,“ segir Aniston. „Það þurfa allir grín! Heimurinn þarf húmor! Við megum ekki taka okkur svona alvarlega. Sérstaklega í Bandaríkjunum. Við erum alltof klofin.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Friends Tengdar fréttir James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30 Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Í dag er þetta er orðið pínulítið snúið af því að þú þarft að fara mjög varlega, sem gerir grínleikurum erfitt fyrir. Fegurðin í gríni er að við getum gert grín að okkur sjálfum og gert grín að lífinu,“ segir Aniston í viðtali við tímaritið Variety. Hún segir að áður fyrr hafi tíðkast að gera grín að alls konar fólki og allir hefðu hlegið að því. „Þetta snerist bara um að varpa ljósi á það hve fáránlegt fólk getur verið, en núna megum við ekki gera það lengur,“ segir hún. Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og voru sýndir til ársins 2004. Um er að ræða eina vinsælustu gamanþætti sem nokkurn tímann hafa verið gerðir. Á síðustu árum hafa þættirnir þó sætt töluverðri gagnrýni fyrir skort á margbreytileika. Þættirnir Friends eru einir vinsælustu gamanþættir sem gerðir hafa verið. Þeir voru sýndir frá árinu 1994 til ársins 2004.Getty Yrði gert öðruvísi ef þættirnir myndu snúa aftur í dag Leikkonan Lisa Kudrow, sem fór með hlutverk Phoebe í Friends, lét hafa það eftir sér fyrir nokkrum árum að ef þættirnir myndu snúa aftur í dag myndi leikarahópurinn ekki aðeins samanstanda af hvítu fólki. Hún segir þó að á sínum tíma hafi það ekki verið hlutverk Davids Crane og Mörtu Kauffman, höfunda þáttanna, að segja sögur hópa sem þau tilheyrðu ekki og þekktu ekki sjálf. „Þau höfðu ekkert með það að gera að skrifa um það hvernig það er að vera þeldökk manneskja,“ sagði Kudrow í viðtali á sínum tíma en höfundar þáttanna eru hvítir. Jennifer Aniston og Lisa Kudrow árið 1995.Getty/Jeff Kravitz „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Aniston segist vera vel meðvituð um það að umhverfið sé breytt og að húmorinn í þáttunum geti því stuðað. „Það er komin upp heil kynslóð af fólki, krökkum, sem eru núna að horfa á gamla Friends þætti og móðgast yfir þeim. Það er eitthvað sem var aldrei ætlunin en svo eru hlutir sem við hefðum kannski mátt huga betur að, en ég held að það hafi ekki verið sama viðkvæmnin þá eins og er núna,“ segir Aniston. „Það þurfa allir grín! Heimurinn þarf húmor! Við megum ekki taka okkur svona alvarlega. Sérstaklega í Bandaríkjunum. Við erum alltof klofin.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Friends Tengdar fréttir James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30 Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09
Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30
Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49