Rétti tíminn til að byggja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 12:00 Sigurður Ingi segir nýja fjármálaáætlun ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum. Stöð 2/Ívar Fannar Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“ Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“
Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira