„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. apríl 2023 15:31 Agatha Christie (1890-1976) skrifaði 66 skáldsögur á ferli sínum. Frægustu sögupersónur hennar eru Poirot og Miss Marple. Hulton Archive/Getty Images Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum. Menning Bókmenntir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum.
Menning Bókmenntir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent