„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. apríl 2023 15:31 Agatha Christie (1890-1976) skrifaði 66 skáldsögur á ferli sínum. Frægustu sögupersónur hennar eru Poirot og Miss Marple. Hulton Archive/Getty Images Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum. Menning Bókmenntir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Það sér ekki fyrir endann á bókabreytingum og já, jafnvel bókabanni þessi misserin. Bókaunnendur eru vart búnir að þurrka svitann af enninu eftir fréttirnar af breytingum á bókum Roalds Dahl þegar fregnir berast frá Bretlandi um að nú standi til að breyta bókum vinsælasta sakamálarithöfundar allra tíma, Agöthu Christie. Ungt fólk á lágum launum breytir bókunum Bókaforlagið HarperCollins sem gefur bækurnar hennar út, setti saman hóp af fólki sem skilgreinir sig sem „viðkvæma lesendur“ og lét hann fara yfir bækur Christie sem komu út á árunum 1920 til 1976. Samkvæmt breska blaðinu Guardian eru „viðkvæmir lesendur“ aðallega fólk undir þrítugu sem þiggur lágar upphæðir fyrir að ritskoða bækur. Þessum lesendum var falið að fjarlægja allt sem gæti móðgað lesendur nútímans. Á meðal breytinga má nefna að allt sem gaf til kynna uppruna fólks var fjarlægt, svo sem svart, gyðingur eða sígauni. Þá var lýsing á dómara sem sagður var vera með „indverska skapsmuni“ breytt og nú er hann bara sagður vera með skap. Orðið „innfæddur“ hefur verið fjarlægt og í staðinn stendur nú „staðarfólk“. Í bókinni Dauðinn á Níl segir ein persóna bókarinnar að augu barnanna séu „hreint viðbjóðsleg, eins og nefið“ og þau stari og stari. Nú stendur bara að börnin stari. Þá má ekki greina frá því að bátsmaður á Nílarfljóti sé Núbíumaður, þjóð sem í þúsundir ára bjó við bakka Nílar, nú stendur bara „bátsmaður“. Nokkrar af þeim fjölmörgu bókum eftir Agöthu Christie sem komið hafa út á íslensku.Jóhann Hlíðar Harðarson Ekki í fyrsta sinn sem bókum Christie er breytt Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem bókum Agöthu Christie er breytt. Nokkrir áratugir eru síðan titli bókar hennar frá 1939 var breytt í And Then There Was None úr Ten Little Niggers. Á íslensku kom þessi saga síðast út árið 1992 og þá undir titlinum Tíu litlir negrastrákar og það heitir hún enn. Ævisaga Rosu Parks bönnuð í Florida Í öðrum bókafréttum utan úr hinum stóra heimi má svo nefna að nokkrir barnaskólar í Flórída hafa nýlega bannað ævisögu Rosu Parks, blökkukonu sem árið 1955 neitaði að færa sig úr sæti í strætó sem ætlað var hvítum farþegum og er oft talið hafa verið neistinn sem kveikti það bál sem á endanum bannaði kynþáttaaðskilnað í Bandaríkjunum. Í öðrum skólum í ríkinu hefur sögu hennar verið breytt á þann hátt að hvergi er minnst á kynþátt Rosu, hvernig svo sem það er nú hægt þegar verið er að fjalla um aðskilnað hvítra og svartra í Bandaríkjunum.
Menning Bókmenntir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira