92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 20:01 „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira