Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:20 Listamennirnir voru í svo miklu stuði að þeir hentu í eina sjálfu í Smáranum. @hreimur78 Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti. Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Það voru hjónin Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson sem buðu til veislunnar. Margrét fagnar fimmtugsafmæli þann 10. apríl en Kristján Gunnar varð fimmtugur árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi og veisluhald ekki í boði. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislustjórar og kynntu hverja stórstjörnuna í íslenskri tónlist til leiks á fætur annarri. Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson sungu saman og í framhaldinu fóru Friðrik Ómar og Selma Björns með gesti í Eurovision vímu. Emmsjé Gauti kom gestum í rappgírinn áður en Aldamótahljómsveit ásamt söngvurum steig á stokk. Jónsi í Svörtum fötum, Magni í Á móti sól, Hreimur úr Landi og sonum auk Gunna Óla úr Skítamóral. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Þá mætti Sverrir Bergmann af Suðurnesjunum með gullbarkann og tryllti lýðinn. Þá átti enn eftir að kynna inn Pál Óskar. Dömurnar voru hvattar til að mæta með sléttbotna skó með sér í tösku til að geta stigið trylltan dans. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) „Þessa veislu er ekki hægt að toppa“ og „höfum ekki skemmt okkur svona vel í mörg ár“ segja veislugestir á Facebook-vegg Margrétar í dag. Auðunn Blöndal birti myndband á Instagram í gærkvöldi og hafði á orði að gestgjafarnir hefðu gert sérstaklega vel við listamennina í mat og drykk baksviðs. Ekki var glæsileikinn minni úti í sal. View this post on Instagram A post shared by Hreimur Örn Heimisson (@hreimur78) Margrét, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 1994 og keppti í Miss World, starfar sem leikskólakennari hjá Hjallastefnunni. Það vakti athygli fyrir áratug þegar Margrét færði Landspítalanum veglega gjöf í þakklætisskyni fyrir þá umönnun sem faðir hennar fékk eftir fólskulega árás á lögfræðistofu í Reykjavík. Um var að ræða loftdýnu og lyftara sem Margrét safnaði fyrir með aðstoð afmælisgesta sem lögðu í púkk. Kristján er framkvæmdastjóri Skuggabyggðar ehf. sem hefur meðal annars komið að byggingu íbúða í Skuggahverfinu og RÚV reitnum við Efstaleiti í Reykjavík. Hafa þau hjónin breytt gömlu pósthúsi og veiðarfærahúsi í Vestmannaeyjum í hótel og lúxusíbúðir til útleigu. Þá er Kristján í forsvari fyrir Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. sem hyggur á gerð baðlóns í Vestmannaeyjum. Þau voru í fyrra verðlaunuð fyrir framtak ársins í Eyjum. Vel fór á því að afmælið var haldið í Smáranum, heimavelli Breiðabliks, enda er Kristján afar harður stuðningsmaður Blika. Þó gætti líka Eyjastemningar í veislunni eins og sjá má í Instagram-færslum Hreims að ofan sem söng Þjóðhátíðarlög fyrir gesti.
Tímamót Kópavogur Vestmannaeyjar Breiðablik Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira