Schram mættur í hásætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2023 09:00 Frederik Schram í leik með Val. Vísir/Vilhelm Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport] Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira