Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2023 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, vill breytingar á erfðalögum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira