Rífa niður Egilsstaði og endurbyggja í miðbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 13:22 Egilsstaðir þurfa að víkja fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Vísir/Sævar Þór Helgason Húsið Egilsstaðir hefur verið í eigu Hveragerðis síðan árið 1937. Nú stendur til að rífa húsið niður og endurbyggja það í miðbæ Hveragerðis til þess að gera pláss fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Húsavernd Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Húsavernd Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira