Rífa niður Egilsstaði og endurbyggja í miðbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 13:22 Egilsstaðir þurfa að víkja fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Vísir/Sævar Þór Helgason Húsið Egilsstaðir hefur verið í eigu Hveragerðis síðan árið 1937. Nú stendur til að rífa húsið niður og endurbyggja það í miðbæ Hveragerðis til þess að gera pláss fyrir viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Húsavernd Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Hveragerðis. Þar er vísað í bréf Minjastofnunar um að húsið hafi varðveislugildi og því kjörið að endurbyggja það í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis. Húsið var keypt árið 1937 þegar kennsla, heimavist og skólahald í Ölfushreppi var sameinað á einn stað. Stendur það við Skólamörk 6. Ekki er unnt að flytja húsið í heilu lagi þar sem fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. „Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Bærinn hefur gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það verið ljósmyndað en þær upplýsingar munu nýtast við endurgerð þess. Sýnishorn verða varðveitt af gólfborða, vegg- og loftklæðingu, heillegum gluggum og stólpum. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Húsavernd Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira