Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 14:56 Nikótínpúðar Egill Aðalsteinsson Sven Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér. Í nýjum gögnum frá Heilbrigðisráðuneytinu sem Alþingi birti í gær kemur fram að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra karlmanna sem nota nikótínpúða daglega en árið 2021 notuðu rúmlega 22 prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára nikótínpúða á hverjum degi en í fyrra notuðu tæplega fjörutíu prósent karla á þessum aldri púðana. Fram kemur í skýrslunni að tölur ársins 2022 vantar gögn úr árlegum sveitarfélagakönnunum Gallup sem hafa frá árinu 2019 talið með í vöktun embættisins.heilbrigðisráðuneytið Hröð þróun Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir að það komi á óvart hversu hröð þróunin sé. „Maður hefur séð þetta aukast mikið en að þetta aukist um helming á einu ári, það er svolítið svakalegt.“ Hann segir misjafn hversu vel nikótínpúðanotkun sjáist á tannholdinu. „Það fer eftir því hversu lengi fólk er með púðana í vörinni. Sumir eru með þetta allan daginn og jafnvel sofa með þetta, aðrir taka pásu reglulega. Sumir svissa á milli, taka hægra megin í viku og vinstra megin næstu vikuna. Þannig það skiptir máli hvernig maður tekur þetta.“ Færri konur nota púðana daglega Konum á þessu aldursbili sem nota púðana daglega fækkar á milli ára en rúmlega 21 prósent kvenna gerðu það árið 2021, en rúm átján prósent árið 2022. „Nikótínpúðarnir valda stundum viðbrögðum sem sáust ekki með þetta gamla munntóbak. Valda efnabruna og ofnæmisviðbrögðum jafnvel, þannig það eru öðruvísi breytingar.“ Nú virðast margir taka í vörina. Hefur þú áhyggjur af þessari þróun? „Já að vissu leyti, það fer eftir því hvað maður einblínir á. Sumir einblína á tengsl við munnkrabbamein en ég hef kannski ekki áhyggjur af því. Það er miklu minna af krabbameinsvaldandi efnum í þessu heldur en í munntóbakinu og miklu, miklu minna en í sígarettum og reyktóbaki. Þetta hefur ekki enn verið bendlað við munnkrabbamein, ekki tekist að sýna fram á það í rannsóknum. En þetta er lítið rannsakað og ekki vitað hver langtímaáhrifin verða.“ Hjarta- og æðasjúkdómar „Það sem maður hefur meiri áhyggjur af þegar svona margir eru farnir að nota þetta er að það verði meira um það að fólk komi með skemmt tannhold sem þarf að laga t.d. með því að færa mjúkvef innan úr góm til að reyna að laga þessar útlitslegu skemmdir sem verða á tannholdinu. Og hjarta og æðasjúkdómar, ef fólk er að taka svona mikið nikótín og er með í vörinni allan sólarhringinn þá getur það með tímanum aukið tíðni hjarta- og æðasjúkdóma.“ Stefán segir notkun nikótínpúða lítið rannsakaða en segir okkur geta gert mun betur í forvörnum. „Það mætti gera svona svipað átak og gert var með reykingarnar hér áður fyrr. Það þarf að koma því inn í höfuðið á fólki að þetta getur verið jafn slæmt og sígarettur að mörgu leyti þó það valdi kannski ekki miklum illkynja breytingum í munni og lungum þá er margt annað sem getur verið mjög slæmt, sérstaklega hjarta- og æðasjúkdómar.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar leita sér aðstoðar vegna nikótínfíknar Nokkrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa leitað sér aðstoðar vegna nikótínfíknar undanfarnar vikur og mánuði. Snus, pokarnir sem fólk setur undir vörina, virðist vera helsti skaðvaldurinn. 1. apríl 2023 10:01 Skordýraeitur með nammibragði „Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“ 11. mars 2023 07:00 Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Í nýjum gögnum frá Heilbrigðisráðuneytinu sem Alþingi birti í gær kemur fram að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra karlmanna sem nota nikótínpúða daglega en árið 2021 notuðu rúmlega 22 prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára nikótínpúða á hverjum degi en í fyrra notuðu tæplega fjörutíu prósent karla á þessum aldri púðana. Fram kemur í skýrslunni að tölur ársins 2022 vantar gögn úr árlegum sveitarfélagakönnunum Gallup sem hafa frá árinu 2019 talið með í vöktun embættisins.heilbrigðisráðuneytið Hröð þróun Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir að það komi á óvart hversu hröð þróunin sé. „Maður hefur séð þetta aukast mikið en að þetta aukist um helming á einu ári, það er svolítið svakalegt.“ Hann segir misjafn hversu vel nikótínpúðanotkun sjáist á tannholdinu. „Það fer eftir því hversu lengi fólk er með púðana í vörinni. Sumir eru með þetta allan daginn og jafnvel sofa með þetta, aðrir taka pásu reglulega. Sumir svissa á milli, taka hægra megin í viku og vinstra megin næstu vikuna. Þannig það skiptir máli hvernig maður tekur þetta.“ Færri konur nota púðana daglega Konum á þessu aldursbili sem nota púðana daglega fækkar á milli ára en rúmlega 21 prósent kvenna gerðu það árið 2021, en rúm átján prósent árið 2022. „Nikótínpúðarnir valda stundum viðbrögðum sem sáust ekki með þetta gamla munntóbak. Valda efnabruna og ofnæmisviðbrögðum jafnvel, þannig það eru öðruvísi breytingar.“ Nú virðast margir taka í vörina. Hefur þú áhyggjur af þessari þróun? „Já að vissu leyti, það fer eftir því hvað maður einblínir á. Sumir einblína á tengsl við munnkrabbamein en ég hef kannski ekki áhyggjur af því. Það er miklu minna af krabbameinsvaldandi efnum í þessu heldur en í munntóbakinu og miklu, miklu minna en í sígarettum og reyktóbaki. Þetta hefur ekki enn verið bendlað við munnkrabbamein, ekki tekist að sýna fram á það í rannsóknum. En þetta er lítið rannsakað og ekki vitað hver langtímaáhrifin verða.“ Hjarta- og æðasjúkdómar „Það sem maður hefur meiri áhyggjur af þegar svona margir eru farnir að nota þetta er að það verði meira um það að fólk komi með skemmt tannhold sem þarf að laga t.d. með því að færa mjúkvef innan úr góm til að reyna að laga þessar útlitslegu skemmdir sem verða á tannholdinu. Og hjarta og æðasjúkdómar, ef fólk er að taka svona mikið nikótín og er með í vörinni allan sólarhringinn þá getur það með tímanum aukið tíðni hjarta- og æðasjúkdóma.“ Stefán segir notkun nikótínpúða lítið rannsakaða en segir okkur geta gert mun betur í forvörnum. „Það mætti gera svona svipað átak og gert var með reykingarnar hér áður fyrr. Það þarf að koma því inn í höfuðið á fólki að þetta getur verið jafn slæmt og sígarettur að mörgu leyti þó það valdi kannski ekki miklum illkynja breytingum í munni og lungum þá er margt annað sem getur verið mjög slæmt, sérstaklega hjarta- og æðasjúkdómar.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar leita sér aðstoðar vegna nikótínfíknar Nokkrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa leitað sér aðstoðar vegna nikótínfíknar undanfarnar vikur og mánuði. Snus, pokarnir sem fólk setur undir vörina, virðist vera helsti skaðvaldurinn. 1. apríl 2023 10:01 Skordýraeitur með nammibragði „Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“ 11. mars 2023 07:00 Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar leita sér aðstoðar vegna nikótínfíknar Nokkrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa leitað sér aðstoðar vegna nikótínfíknar undanfarnar vikur og mánuði. Snus, pokarnir sem fólk setur undir vörina, virðist vera helsti skaðvaldurinn. 1. apríl 2023 10:01
Skordýraeitur með nammibragði „Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“ 11. mars 2023 07:00
Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. 12. febrúar 2023 12:54
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11. október 2022 19:00