Hart tekist á um erfðafjárskatt: „Er þetta í alvöru forgangsröðunin?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 00:03 Helga Vala og Guðrún Hafsteinsdóttir tókust á um breytingu á erfðalögum. samsett Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fyrstu tíu milljónir erfðafjár verði gerðar skattfrjálsar. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrstu 5,7 milljónir erfðafjár skattfrjálsar. Þingmaður Samfylkingar segir erfðafjárskattinn þann sanngjarnasta. Ekki sé rétt forgangsröðun að veita efnamesta fólki landsins skattaafslátt með þessari breytingu. Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks ræddu um fyrrgreint frumvarp í Reykjavík síðdegis. „Ég hef tekið eftir því á ýmsum vettvangi að eldra fólk vill gjarnan getað aðstoðað börnin sín með betri hætti en mögulegt er í dag. Sem betur fer er það þannig núna í okkar samfélagi að það eru margir ágætlega staddir fjárhagslega. Það eru fjölmargir sem hafa það ágætt og við eigum að gleðjast yfir því,“ segir Guðrún og beinir sjónum sínum í framhaldinu að fyrirframgreiddum arfi. „Ríkisvaldið er að hagnast á þeim gjörningi í formi skatts og af fjármunum sem í mörgum tilfellum hafa verið margskattlagðir áður. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að geta fært fjármuni á milli kynslóða án svo mikilla ríkisafskipta eins og nú eru.“ Guðrún Hafsteinsdóttir er einnig formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisVísir/Vilhelm Sanngjarn skattur í ljósi misskiptingar Helga Vala segir ástandið í samfélaginu koma í veg fyrir að hægt sé að réttlæta þessa breytingu. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt forgangsröðun á Íslandi í dag, að aflétta skattbyrði af þeim sem að eiga mest, í staðinn fyrir að koma einhvern veginn til móts við þá sem eiga ekki til hnífs og skeiðar í dag. Sá hópur fer sístækkandi og það er staðreynd,“ segir hún. Erfðarfjárskattur sé jafnframt sanngjarn. „Hann er að mati færustu hagfræðinga metinn sá sanngjarnasti almennt,“ segir Helga Vala og bætir við: „Við erum með alls konar þjónustugjöld þar sem ekkert er tekið tillit til eigna, en þarna á að fara og hjálpa þeim sem að eiga mest til að láta fjármuni ganga áfram. Það er það sem ég er að velta fyrir mér, er þetta í alvöru forgangsröðunin? Það eru meira að segja hægrisinnaðir hagfræðingar sem benda á að þetta sé sanngjarnasta skattheimtan, þar sem þetta er ekki skattur á laun heldur gjöf sem enginn getur átt von á eða búist við.“ Helga Vala HelgadóttirVísir/Vilhelm Ekki hópurinn sem þarf að verja Guðrún segir rangt hjá Helgu Völu að Sjálfstæðismenn séu á móti skattheimtu. „Ég held að við getum gert margt í íslensku skattkerfi til að einfalda það. Vitaskuld viljum við grípa þá hópa sem standa höllum fæti. En þegar það kemur að eignum eins og dánarbúum sem er sannarlega búið að margskattleggja í gegnum árin, og ef það er geta hjá foreldrum að aðstoða börn sín með einhverjum hætti, af hverju eigum við þá ekki að leyfa fólki að gera það?“ spyr Guðrún sem telur erfðafjárskattinn ósanngjarnan og vill sjá hann lægri en 10 prósent. Helga Vala telur ekki rétt að tekjuhæsti hópurinn fái ívilnun sem þessa. „Ef maður á það mikla fjármuni að maður getur afhent margar milljónir án þess að selja ofan af þér húsið og steypa þér í skuldir, hefur barnið þitt væntanlega alist upp við mikið ríkidæmi og mun gera það áfram eftir þinn dag. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé hópurinn sem við þurfum að verja í dag.“ Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks ræddu um fyrrgreint frumvarp í Reykjavík síðdegis. „Ég hef tekið eftir því á ýmsum vettvangi að eldra fólk vill gjarnan getað aðstoðað börnin sín með betri hætti en mögulegt er í dag. Sem betur fer er það þannig núna í okkar samfélagi að það eru margir ágætlega staddir fjárhagslega. Það eru fjölmargir sem hafa það ágætt og við eigum að gleðjast yfir því,“ segir Guðrún og beinir sjónum sínum í framhaldinu að fyrirframgreiddum arfi. „Ríkisvaldið er að hagnast á þeim gjörningi í formi skatts og af fjármunum sem í mörgum tilfellum hafa verið margskattlagðir áður. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að geta fært fjármuni á milli kynslóða án svo mikilla ríkisafskipta eins og nú eru.“ Guðrún Hafsteinsdóttir er einnig formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisVísir/Vilhelm Sanngjarn skattur í ljósi misskiptingar Helga Vala segir ástandið í samfélaginu koma í veg fyrir að hægt sé að réttlæta þessa breytingu. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt forgangsröðun á Íslandi í dag, að aflétta skattbyrði af þeim sem að eiga mest, í staðinn fyrir að koma einhvern veginn til móts við þá sem eiga ekki til hnífs og skeiðar í dag. Sá hópur fer sístækkandi og það er staðreynd,“ segir hún. Erfðarfjárskattur sé jafnframt sanngjarn. „Hann er að mati færustu hagfræðinga metinn sá sanngjarnasti almennt,“ segir Helga Vala og bætir við: „Við erum með alls konar þjónustugjöld þar sem ekkert er tekið tillit til eigna, en þarna á að fara og hjálpa þeim sem að eiga mest til að láta fjármuni ganga áfram. Það er það sem ég er að velta fyrir mér, er þetta í alvöru forgangsröðunin? Það eru meira að segja hægrisinnaðir hagfræðingar sem benda á að þetta sé sanngjarnasta skattheimtan, þar sem þetta er ekki skattur á laun heldur gjöf sem enginn getur átt von á eða búist við.“ Helga Vala HelgadóttirVísir/Vilhelm Ekki hópurinn sem þarf að verja Guðrún segir rangt hjá Helgu Völu að Sjálfstæðismenn séu á móti skattheimtu. „Ég held að við getum gert margt í íslensku skattkerfi til að einfalda það. Vitaskuld viljum við grípa þá hópa sem standa höllum fæti. En þegar það kemur að eignum eins og dánarbúum sem er sannarlega búið að margskattleggja í gegnum árin, og ef það er geta hjá foreldrum að aðstoða börn sín með einhverjum hætti, af hverju eigum við þá ekki að leyfa fólki að gera það?“ spyr Guðrún sem telur erfðafjárskattinn ósanngjarnan og vill sjá hann lægri en 10 prósent. Helga Vala telur ekki rétt að tekjuhæsti hópurinn fái ívilnun sem þessa. „Ef maður á það mikla fjármuni að maður getur afhent margar milljónir án þess að selja ofan af þér húsið og steypa þér í skuldir, hefur barnið þitt væntanlega alist upp við mikið ríkidæmi og mun gera það áfram eftir þinn dag. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé hópurinn sem við þurfum að verja í dag.“
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira