Skilur að menn séu sárir og svekktir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Vísir/Egill Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira
Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira