Albert um Víking: „Maður á ekki að vanmeta liðið meðan Arnar er við stjórnvölinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2023 11:00 Víkingur tapaði fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ í gær. vísir/hulda margrét Albert Ingason hefur áhyggjur fyrir hönd bikarmeistara Víking. Liðinu er spáð 3. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
„Ég myndi hafa ágætis áhyggjur ef ég væri stuðningsmaður Víkings. Þeir misstu Júlíus Magnússon sem var gríðarlegur skellur fyrir þá. Það gleymist svolítið í umræðunni að stóran hluta síðasta tímabils var Kristall [Máni Ingason] með. Þeir eru svolítið að missa hann inn í þetta tímabil,“ sagði Albert sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Þeir fengu Matthías Vilhjálmsson. Það veit í raun enginn nema Arnar Gunnlaugsson hvernig hann verður notaður í sumar. Þeir misstu Kyle [McLagan] í meiðsli og hann verður ekkert með á þessu tímabili. Það er líka skellur. Ari Sigurpálsson hefur verið frá í allan vetur. Maður hefur í raun áhyggjur af hóp Víkinga. Síðasta tímabil einkenndist mikið af meiðslum, sérstaklega í öftustu línu og manni finnst ekki vera nógu mikil breidd þar. Þeir fengu ungan ÍR-ing í Sveini [Gísla Þorkelssyni] en hann hefur ekki reynslu.“ Þrátt fyrir áhyggjurnar sem Albert hefur af Víkingi telur hann að strákarnir hans Arnars geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst hópurinn alveg þannig séð nógu góður, sérstaklega ef þeir styrkja varnarlínuna. Ef leikmenn eins og Birnir Snær [Ingason] stíga aðeins meira upp þá klárlega. Arnar hefur sýnt að maður á ekki að vanmeta Víkingsliðið meðan hann er við stjórnvölinn,“ sagði Albert. Fyrsti leikur Víkings í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni mánudaginn 10. apríl. Þess má geta að viðtalið var tekið áður en Víkingur samdi við færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira