Hvers á kerling að gjalda? Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 7. apríl 2023 15:00 Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun