Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 08:51 Prestarnir segja að leiðrétta hefði mátt misskilninginn með einu símtali. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins. Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins.
Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira