Munu rannsaka olnbogaskot aðstoðardómarans á Robertson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:31 Skotanum Andrew Robertson var heitt í hamsi. Nick Potts/Getty Images Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, PGMOL, hafa hrint af stað rannsókn á atviki sem átti sér stað í leik Liverpool og Arsenal. Annar af aðstoðardómurum leiksins virtist gefa Andrew Robertson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot. Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36
Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15