Arnór Ingvi hóf leikinn á miðjunni hjá Norrköping á meðan Arnór Sigurðsson var á vinstri vængnum. Andri Lucas Guðjohnsen var svo á bekknum hjá Norrköping.
Christoffer Nyman kom Norrköping þegar hálftími var liðinn. Tíu mínútur síðar skoraði Arnór Ingvi eftir vel útfærða aukaspyrnu. Staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
2-0 IFK Norrköping mot AIK! Arnór Traustason målskytt för gästerna
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 10, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/SKTpPn2K2a
Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks kom Andri Lucas inn af bekknum. Það var hins vegar Arnór Sig sem tryggði öruggan sigur þegar átta mínútur lifðu leiks með frábæru marki eftir góðan undirbúning. Lokatölur 3-0 Norrköping í vil.
3-0 IFK Norrköping! Arnór Sigurdsson målskytt, Kristoffer Khazeni framspelare
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 10, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/75meLyQcyj
Hákon Rafn stóð vaktina í marki Elfsborg sem var að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn Varberg. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum hjá Elfsborg í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Norrköping er með 4 stig eftir tvo leiki á meðan þetta var fyrsta stig Elfsborg.