Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:00 Karen Róbertsdóttir fjárfestir ruggar bátnum hjá Tesla. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira