Hallgrímur: Við lifum og lærum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. apríl 2023 17:05 Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari KA Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag. „Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“ Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“
Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti