Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2023 17:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilheilm Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55