Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 07:50 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var gert vart um lekann fyrir helgi. AP/Manuel Balca Ceneta Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. „Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar. Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
„Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar.
Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira