Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Bjarki Sigurðsson skrifar 11. apríl 2023 16:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira