Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 10:01 Davíð Þór Viðarsson segir FH-inga gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Leikur helgarinnar fer fram á frjálsíþróttavellinum sem er hægra megin í mynd. Þar fyrir aftan má sjá Kaplakrikavöll. Vísir/Samsett FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. „Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti