Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 17:52 Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af byssu á skemmtistaðnum Dubliner 12. mars og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vísir/Jóhann K. Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira