Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2023 07:49 Til stóð að fara í ferðina 20. til 30. ágúst síðastliðinn. Ekkert varð þó úr ferðinni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf