Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 20:00 Dagur B. Eggertsson segir stóran hluta skulda Reykjavíkurborgar vera óverðtryggð lán. Meðal annars þess vegna standi borgin betur en flest sveitarfélög varðandi vöxt skulda. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44