Fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann var ófær um að nota Bjarki Sigurðsson skrifar 12. apríl 2023 21:21 Rafskútur fyrir eldri borgara eru stundum kallaðar ellinöðrur. Þessi ellinaðra er svipuð þeirri sem maðurinn keypti. Getty Níræður karlmaður fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann keypti frá fyrirtæki sem selur rafdrifin fjörhjól til eldri borgara. Daginn eftir kaupin mundi hann ekki eftir þeim en hann er með öllu ófær um að stjórna því. Að mati kærunefndar krafðist maðurinn endurgreiðslu innan þess ramma sem leyfilegt er. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal
Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira