Hjalti Þór eftir að Keflavík braut sópinn: Megum ekki fara of hátt upp Siggeir F. Ævarsson skrifar 12. apríl 2023 20:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga