Þetta kemur fram á vef Veitna. Þar segir að bilunin hafi komið upp upp úr klukkan átta í morgun og er unnið að viðgerð.
Um klukkan níu segir að rafmagn sé komið aftur á á hluta þess svæðisins sem var úti. Enn sé þó unnið að viðgerð.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir á vef Veitna.
Uppfært 9:40: Rafmagn komið alls staðar á aftur í miðbæ Reykjavíkur, nema á litlu svæði í kringum Smárastíg.