Ákærður fyrir smygl á „öflugasta hugbreytandi vímuefninu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2023 11:24 Lögregla hefur um nokkurt skeið haft miklar áhyggjur af svokölluðum DMT pennum. Fertugur reykvískur karlmaður sætir ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 5,4 kílóum af dímetýlryptamíni (DMT) til landsins. Efnin voru flutt til landsins með póstsendingu. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á dögunum. Innflutningurinn átti sér stað í ágúst 2021. Tollverðir fundu og lögðu hald á efnin í vörugeymslu USP/express ehf. á Keflavíkurflugvelli. Þau voru í fimm pakkningum. Fram kemur í ákæru að efnin hafi verið með 1,9 prósent styrkleika sem svari til 2443 neysluskammta. Talið er að karlmaðurinn hafi ætlað að selja efnin hér á landi í ágóðaskyni. DMT hefur verið lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Annar karlmaður sætir ákæru fyrir innflutning á sama efni. Hann var gripinn með 32 kíló af efninu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli árið 2020. Málið er sömuleiðis til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Þrír karlmenn hlutu að mestu óskilorðsbundna dóma í nóvember 2021 fyrir að hafa staðið að framleiðslu á DMT árið 2020. Í kröfu lögreglu um gæsluvarðhald í því máli lýsti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum DMT sem „öflugasta hugbreytandi vímuefnið“ og að „hættueiginleilkar DMT séu miklir“. Dómari í málinu fann að því að ekki hefði verið aflað álits eða mats óháðra sérfræðinga varðandi eiginleika DMT. Samantekt lögreglu um efnið hefði ekki sama vægi og mat óháðra sérfræðinga. Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, lýsti í viðtali við Vísi í janúar hvernig hann hefði sprengt sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna, á borð við DMT. Lögreglumál Hugvíkkandi efni Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35 Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á dögunum. Innflutningurinn átti sér stað í ágúst 2021. Tollverðir fundu og lögðu hald á efnin í vörugeymslu USP/express ehf. á Keflavíkurflugvelli. Þau voru í fimm pakkningum. Fram kemur í ákæru að efnin hafi verið með 1,9 prósent styrkleika sem svari til 2443 neysluskammta. Talið er að karlmaðurinn hafi ætlað að selja efnin hér á landi í ágóðaskyni. DMT hefur verið lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Annar karlmaður sætir ákæru fyrir innflutning á sama efni. Hann var gripinn með 32 kíló af efninu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli árið 2020. Málið er sömuleiðis til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Þrír karlmenn hlutu að mestu óskilorðsbundna dóma í nóvember 2021 fyrir að hafa staðið að framleiðslu á DMT árið 2020. Í kröfu lögreglu um gæsluvarðhald í því máli lýsti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum DMT sem „öflugasta hugbreytandi vímuefnið“ og að „hættueiginleilkar DMT séu miklir“. Dómari í málinu fann að því að ekki hefði verið aflað álits eða mats óháðra sérfræðinga varðandi eiginleika DMT. Samantekt lögreglu um efnið hefði ekki sama vægi og mat óháðra sérfræðinga. Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, lýsti í viðtali við Vísi í janúar hvernig hann hefði sprengt sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna, á borð við DMT.
Lögreglumál Hugvíkkandi efni Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35 Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01
Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28
Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54
„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52