Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2023 11:57 Þótt vandinn sé mestur í Árborg um þessar mundir glíma fjölmörg sveitarféög við mikinn fjárhagsvanda, aðallega vegna kostnaðar sem Alþingi hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra án þess að tryggja þeim tekjur á móti. Vísir/Vilhelm Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Fjöldi sveitarfélaga glímir við erfiðan fjárhag en Samband íslenskra sveitarfélaga sendi nýverið bréf til tuttugu og eins sveitarfélags sem ekki uppfylltu öll skilyrði laga um fjárhag þeirra. Sigurður Ármann Snævarr sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna hafa verið erfiða mjög lengi. Hrunið hafi komið illa við þau, síðan hafi covid faraldurinn komið og nú síðast mikil verðbólga og vaxtahækkanir. Stjórnvöld hafi ætlast til að sveitarfélögin færu í miklar fjárfestingar í faraldrinum. „Sum gerðu það og sitja dálítið uppi með svarta Pétur núna,“segir Sigurður Ármann. Þá hafi íbúum fjölgað mjög hratt í sumum sveitarfélögum sem kallað hafi á mikla innviðauppbyggingu. Sigurður Ármann Snævarr svkiðsstjóri hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Og við erum að sjá að hefðbundnir tekjustofnar sveitarfélaga duga alls engan veginn fyrir slíkri uppbyggingu. Það verða að koma til einhvers konar innviðauppbyggingargjöld,“segir Sigurður Ármann. Mjög skýrt dæmi megi finna í Mosfellsbæ sem tekið hafi upp slík gjöld og komist nokkuð klakklaust frá kostnaði við mikla uppbyggingu á meðan Árborg sitji í súpunni. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir slíku gjaldi í lögum þótt það hafi gengið í Mosfellsbæ. Stóri vandinn hjá mjög mörgum sveitarfélögum væri aftur á móti vanfjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hafi lagt á sveitarfélögin eftir að þau tóku yfir málefni fatlaðra árið 2011. „Þannig að við erum að sjá að útgjöld vegna málefna fatlaðs fólks séu 14 til 15 milljörðum umfram tekjur á árinu 2021. Samt sem áður eru margvíslegir þættir laganna, sem eru réttindalög, sem sveitarfélögin hafa alls ekki náð að uppfylla. Ef þau ætla að gera það hleypur það á milljörðum, jafnvel tugum milljarða á næstu árum,“ segir sviðsstjórinn. Sameiginlegur halli sveitarfélaganna árið 2021 væri nánast hinn sami og hallinn á málaflokknum. Það væri löngu tímabært að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna frá grunni. „Það hefur verið okkar skoðun. Að það sé brýnt að gera það," segir Sigurður Ármann Snævarr.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44