Ráðumst að rót vandans Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 13. apríl 2023 14:31 Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ítrekað bent á að aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka, ekki síst kvenna, stuðli að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hefur samræmd nálgun í launagreiningum og að vandað sé til verka í launarannsóknum lengi verið keppikefli SA. Í nýlegri launarannsókn Hagstofunnarkemur fram að launamunur kynjanna fari minnkandi hvort sem horft er til leiðrétts eða óleiðrétts launamunar en að sá munur sem enn sé til staðar skýrist mestmegnis af kynskiptum vinnumarkaði. Í umræðu um kynskiptan vinnumarkað er oft talað um lárétta kynskiptingu annars vegar og lóðrétta hins vegar. Hugtakið lóðrétt kynskipting vísar til þess að innan starfsgreina og vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Áhrifarík leið til að sporna gegn launamun vegna lóðréttrar kynskiptingar væri að greiða götu kvenna í stjórnunarstöður án íþyngjandi aðgerða, t.d. með brúun umönnunarbilsins. Hugtakið lárétt kynskipting er aftur á móti notað til að lýsa því að konur og karlar gegni ólíkum störfum á vinnumarkaði og að kynskipting milli starfsgreina sé til staðar. Lárétt kynskipting íslensks vinnumarkaðar er töluverð en mælist þó minni en á hinum Norðurlöndunum. Til að bregðast við launamun vegna láréttrar kynskiptingar hafa stjórnvöld ráðist í þróunarverkefni á opinberum vinnumarkaði um endurmat á virði kvennastarfa. SA taka þátt í þeirri vinnu og telja mikilvægt að laun fyrir störf í þeim stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, séu metin í samræmi við virði þeirra starfa. Við þá vinnu þarf að hafa í huga að: Endurmat á virði kvennastarfa hlýtur að fela í sér endurmat á virði starfa, óháð kyni. Ef meta á virði starfa sérstaklega á þeim grundvelli að konur sinni þeim frekar en karlar er hætt við að um það náist ekki sátt á vinnumarkaði. Atvinnugreinar eru fjölbreyttar og störf ólík og því ógerningur að styðjast við eina aðferð við mat á ólíkum störfum þvert á almennan og opinberan vinnumarkað. Á meðal aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki einhugur um hvaða þættir skapa virði starfa né heldur hvert vægi þeirra eigi að vera. Launahlutföll á íslenskum vinnumarkaði ráðast af hundruðum þúsunda ákvarðana hjá 20 þúsund launagreiðendum á hverju ári þar sem ákvarðanir eru annars vegar teknar af markaðsástæðum og hins vegar af mati launagreiðenda á virði einstakra starfa fyrir viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, sem getur verið mjög ólíkt. Skuldbinding forsenda sáttar Ekki er hægt að líta fram hjá því að núgildandi fyrirkomulag við gerð kjarasamninga, þar sem hver hópur rekur sjálfstæða kjarastefnu, vinnur gegn sátt á vinnumarkaði um virði starfa. Í því ljósi hafa SA kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og sambönd þeirra, skuldbindi sig til að standa vörð um endurmat á virði starfa, en það er forsenda þess að endurmat eins hóps leiði ekki til samsvarandi kröfugerðar annars. Hafa ber í huga að hlutfall kvenna í starfsstéttum þar sem greidd eru tiltölulega há laun hefur hækkað stöðugt undanfarin ár á meðan það hefur lækkað í starfsstéttum sem greiða tiltölulega lág laun. Sú þróun hefur leitt til þess að launamunur kynjanna hefur dregist saman. SA hafa bent á fjölmargar leiðir sem vænlegar eru til árangurs, t.d. brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi og breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, þ.e. að stuðlað sé að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. Aftur á móti telja SA íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki ekki vænlega leið til árangurs á þessari vegferð. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun