Fastan og fótboltinn fari vel saman Valur Páll Eiríksson skrifar 14. apríl 2023 08:00 Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, hefur fastað síðan 22. mars og klárar 21. apríl, þegar Ramadan lýkur. Vísir/Sigurjón Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin. Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin.
Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03