„Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2023 10:19 Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi segist hafa haft sinnaskipti um málefni innlends leigubílamarkaðar og kveðst orðinn afhuga því að leyfa nánast fullt frelsi á markaðnum eins og stefnt er með nýsamþykktu frumvarpi. Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob. Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob.
Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29
Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00