Haraldur greinir frá þessu í færslu á Twitter í nótt. Þar segir hann frá því að fyrir nokkrum mánuðum hafi hann sagt frá því í færslu að hann dreymdi um að leika í kvikmynd.
„Í næstu viku mæti ég í tökur á Warner Bros-kvikmynd. Lífið er undarlegt,“ segir Haraldur í færslunni.
Hann greinir ekki frá því hvaða kvikmynd um ræðir eða eðli hlutverksins.
A few months ago I posted on here that I wanted to act in a movie.
— Halli (@iamharaldur) April 14, 2023
Next week I'll start shooting a Warner Bros movie.
Life is strange.
Haraldur hefur mikið verið í fréttum síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna deilna sinna við Elon Musk, eiganda Twitter, eftir að Haraldi var sagt upp hjá miðlinum. Þeim samskiptum lauk með að Musk bað Harald afsökunar á nokkrum færslum sem hann hafði skrifað.
Haraldur vakti sömuleiðis athygli á dögunum þegar hann gaf út tónlistarmyndband við lag sitt Almost over you undir listamannsnafninu Önnu Jónu son.
Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.
A few weeks ago I posted on here that I wanted to try acting.
— Halli (@iamharaldur) February 5, 2023
On Friday I went for my first audition for a movie.
Twitter is magical.