Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 20:35 Varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson vandar forystunni ekki kveðjurnar vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir. Hann leggur til að nafni Sjálfstæðisflokksins verði breytt í Flokkurinn, því hann sé horfinn frá öllum sínum grunngildum. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira