Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 22-24 | Hafnfirðingar byrja einvígið með látum Dagur Lárusson skrifar 16. apríl 2023 18:00 Haukar unnu frækinn sigur á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Haukar eru komnir með forystuna í einvígi sínu í átta liða úrslitum Olís-deildar karla eftir sigur á Íslandsmeisturum Vals. Gengi Vals hefur mikið verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur en það hefur ekki verið sjón að sjá Íslandsmeistarana síðan að liðið tryggði sér deildarmeistara titilinn fyrir nokkrum vikum. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en liðin skiptust á að vera með forystuna og á tímum mátti glitta í gamla formið hjá Valsliðinu. Eftir tíu mínútna leik var staðan 4-3 fyrir Hauka en þrjú af þeim mörkum voru vítaköst sem Guðmundur Bragi skoraði úr. Það gekk vel hjá Haukum að finna Þráinn inni á línunni og það var hann sem var að fiska vítin. Næstu tíu mínúturnar fóru Valsmenn að spila betri handbolta og var til dæmis Agnar Smári að spila mjög vel og kom Val í sína stærstu forystu hingað til í leiknum 9-7. Eftir það tók við mjög jafn kafli og fyrri hálfleikurinn endaði þannig að staðan var 12-12. Í seinni hálfleiknum voru það Valsmenn sem byrjuðu betur náðu forystunni. Eftir það kom ákveðinn vendipunktur þar sem Magnús Óli, leikmaður Vals, fór af velli með ökklameiðsli. Sóknarleikur Vals var ekki sá sami eftir þetta og voru það Haukar sem stýrðu ferðinni meira og minna eftir þetta. Andri Már Rúnarsson var virkilega sterkur fyrir Hauka á lokakaflanum og skoraði nokkur mikilvæg mörk ásamt því að Aron Rafn varði vel í markinu og að lokum unnu Haukar sigur og lokatölur voru 22-24. Af hverju unnu Haukar? Það mátti glitta í gamla formið hjá Val í þessum leik en það var ekki nógu stöðugt. Það var einnig vendipunktur í leiknum þegar Magnús Óli fór af velli en hann er mjög mikilvægur Valsliðinu sem var nú þegar án Benedikts, síns sterkasta leikmanns. En það verður ekkert tekið af Haukum sem spiluðu virkilega vel og mjög góðan varnarleik á köflum. Þeir Tjörvi og Guðmundur Bragi voru duglegir að finna Þráin og Heimi inn á línunni og út frá því kom megnið af mörkum Hauka. Hverjir stóðu uppúr? Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sex mörk og var duglegur að finna Þráinn og Heimi inn á línunni ásamt Tjörva. Aron Rafn varði virkilega vel á mikilvægum augnablikum. Hvað fór illa? Sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður, sérstaklega eftir að Magnús Óli fór af velli Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn en sá leikur fer fram á Ásvöllum. Snorri Steinn: Vantar framlag frá mörgum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Haukum í dag en liðið tapaði því enn einum leiknum í röð.Vísir/Pawel Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Haukum í dag en liðið tapaði því enn einum leiknum í röð. „Þetta var hörku leikur og mikil barátta, frábærar varnir og markvarslan var upp á tíu,“ byrjaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „En auðvitað er ég mjög svekktur að tapa. Frammistaðan sóknarlega var einfaldlega ekki nægilega góð, fengum ekki nægilega mikið framlag frá mörgum til þess að skora þessi mörk sem við þurftum,“hélt Snorri Steinn áfram. „Það sem við lögðum áherslu á fyrir leikinn það gekk nokkurn veginn upp varnarlega, en það var frammistaðan á hinum endanum sem varð okkur að falli.“ Snorri Steinn vildi meina að þrátt fyrir tap hafi hann séð jákvæðar breytingar á liðinu miðaða við síðustu vikur. „Já það er allt annað sjá okkur, við erum að spila við mjög gott Haukalið í hörku leik og síðan verðum við auðvitað fyrir áföllum í leiknum sem hjálpuðu okkur ekki mikið,“ sagði Snorri og var þá að tala um meiðslin hjá Magnúsi Óla. „Já það var nú alveg vitað við við megum kannski ekki við rosalega miklu með þessi meiðsli og við vitum alveg hversu góður leikmaður Magnús Óli er, það er alveg ljóst að hann er okkar beittasti hnífur í sóknarleiknum og munurinn sást kannski í seinni hálfleiknum eftir að hann fór útaf, við áttum mjög erfitt uppdráttar.“ Snorri Steinn endaði síðan viðtalið á að staðfesta það fyrir öllum að Stiven Tobar hafi ekki spilað í dag vegna meiðsla þrátt fyrir að hafa verið á skýrslu. „Hann er meiddur og spilaði því ekki í dag,“ endaði Snorri á að segja. Rosalega ánægður með strákana ,,Eðlilega fannst mér þetta mjög góð frammistaða, ég er rosalega ánægður með strákana hvernig þeir tækluðu þennan leik og héldu út í lokin,” byrjaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik.Vísir/Diego Lokastaðan var 22-24 og því ekki mjög mikið af mörkum skoruð og vildi Ásgeir meina að varnir beggja liða hafi staðið sig vel sem og markmennirnir. „Já ætli það ekki, þetta var smá leikur af gamla skólanum, það var svolítið tekist á og markverðirnir áttu báðir góðan dag og hraðinn var ekkert rosalega mikill í leiknum og þess vegna þróaðist leikurinn svona og því má segja að þetta hafi verið leikur góðs varnarleiks,“ hélt Ásgeir áfram. Ásgeir vildi þó laga eitt og annað fyrir næsta leik. „Auðvitað þarf að laga eitthvað. Yfirtalan var ekkert sérstök hjá okkur í fyrri hálfleiknum í byrjun seinni hálfleiks þá hikuðum við svolítið sóknarlega og þurfum þá kannski aðeins meira flæði. En ég er bara mjög ánægður að við unnum okkur út úr því og unnum verðskuldaðan sigur,“ endaði Ásgeir Örn á að segja. Olís-deild karla Valur Haukar
Haukar eru komnir með forystuna í einvígi sínu í átta liða úrslitum Olís-deildar karla eftir sigur á Íslandsmeisturum Vals. Gengi Vals hefur mikið verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur en það hefur ekki verið sjón að sjá Íslandsmeistarana síðan að liðið tryggði sér deildarmeistara titilinn fyrir nokkrum vikum. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en liðin skiptust á að vera með forystuna og á tímum mátti glitta í gamla formið hjá Valsliðinu. Eftir tíu mínútna leik var staðan 4-3 fyrir Hauka en þrjú af þeim mörkum voru vítaköst sem Guðmundur Bragi skoraði úr. Það gekk vel hjá Haukum að finna Þráinn inni á línunni og það var hann sem var að fiska vítin. Næstu tíu mínúturnar fóru Valsmenn að spila betri handbolta og var til dæmis Agnar Smári að spila mjög vel og kom Val í sína stærstu forystu hingað til í leiknum 9-7. Eftir það tók við mjög jafn kafli og fyrri hálfleikurinn endaði þannig að staðan var 12-12. Í seinni hálfleiknum voru það Valsmenn sem byrjuðu betur náðu forystunni. Eftir það kom ákveðinn vendipunktur þar sem Magnús Óli, leikmaður Vals, fór af velli með ökklameiðsli. Sóknarleikur Vals var ekki sá sami eftir þetta og voru það Haukar sem stýrðu ferðinni meira og minna eftir þetta. Andri Már Rúnarsson var virkilega sterkur fyrir Hauka á lokakaflanum og skoraði nokkur mikilvæg mörk ásamt því að Aron Rafn varði vel í markinu og að lokum unnu Haukar sigur og lokatölur voru 22-24. Af hverju unnu Haukar? Það mátti glitta í gamla formið hjá Val í þessum leik en það var ekki nógu stöðugt. Það var einnig vendipunktur í leiknum þegar Magnús Óli fór af velli en hann er mjög mikilvægur Valsliðinu sem var nú þegar án Benedikts, síns sterkasta leikmanns. En það verður ekkert tekið af Haukum sem spiluðu virkilega vel og mjög góðan varnarleik á köflum. Þeir Tjörvi og Guðmundur Bragi voru duglegir að finna Þráin og Heimi inn á línunni og út frá því kom megnið af mörkum Hauka. Hverjir stóðu uppúr? Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sex mörk og var duglegur að finna Þráinn og Heimi inn á línunni ásamt Tjörva. Aron Rafn varði virkilega vel á mikilvægum augnablikum. Hvað fór illa? Sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður, sérstaklega eftir að Magnús Óli fór af velli Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn en sá leikur fer fram á Ásvöllum. Snorri Steinn: Vantar framlag frá mörgum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Haukum í dag en liðið tapaði því enn einum leiknum í röð.Vísir/Pawel Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir tap síns liðs gegn Haukum í dag en liðið tapaði því enn einum leiknum í röð. „Þetta var hörku leikur og mikil barátta, frábærar varnir og markvarslan var upp á tíu,“ byrjaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „En auðvitað er ég mjög svekktur að tapa. Frammistaðan sóknarlega var einfaldlega ekki nægilega góð, fengum ekki nægilega mikið framlag frá mörgum til þess að skora þessi mörk sem við þurftum,“hélt Snorri Steinn áfram. „Það sem við lögðum áherslu á fyrir leikinn það gekk nokkurn veginn upp varnarlega, en það var frammistaðan á hinum endanum sem varð okkur að falli.“ Snorri Steinn vildi meina að þrátt fyrir tap hafi hann séð jákvæðar breytingar á liðinu miðaða við síðustu vikur. „Já það er allt annað sjá okkur, við erum að spila við mjög gott Haukalið í hörku leik og síðan verðum við auðvitað fyrir áföllum í leiknum sem hjálpuðu okkur ekki mikið,“ sagði Snorri og var þá að tala um meiðslin hjá Magnúsi Óla. „Já það var nú alveg vitað við við megum kannski ekki við rosalega miklu með þessi meiðsli og við vitum alveg hversu góður leikmaður Magnús Óli er, það er alveg ljóst að hann er okkar beittasti hnífur í sóknarleiknum og munurinn sást kannski í seinni hálfleiknum eftir að hann fór útaf, við áttum mjög erfitt uppdráttar.“ Snorri Steinn endaði síðan viðtalið á að staðfesta það fyrir öllum að Stiven Tobar hafi ekki spilað í dag vegna meiðsla þrátt fyrir að hafa verið á skýrslu. „Hann er meiddur og spilaði því ekki í dag,“ endaði Snorri á að segja. Rosalega ánægður með strákana ,,Eðlilega fannst mér þetta mjög góð frammistaða, ég er rosalega ánægður með strákana hvernig þeir tækluðu þennan leik og héldu út í lokin,” byrjaði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik.Vísir/Diego Lokastaðan var 22-24 og því ekki mjög mikið af mörkum skoruð og vildi Ásgeir meina að varnir beggja liða hafi staðið sig vel sem og markmennirnir. „Já ætli það ekki, þetta var smá leikur af gamla skólanum, það var svolítið tekist á og markverðirnir áttu báðir góðan dag og hraðinn var ekkert rosalega mikill í leiknum og þess vegna þróaðist leikurinn svona og því má segja að þetta hafi verið leikur góðs varnarleiks,“ hélt Ásgeir áfram. Ásgeir vildi þó laga eitt og annað fyrir næsta leik. „Auðvitað þarf að laga eitthvað. Yfirtalan var ekkert sérstök hjá okkur í fyrri hálfleiknum í byrjun seinni hálfleiks þá hikuðum við svolítið sóknarlega og þurfum þá kannski aðeins meira flæði. En ég er bara mjög ánægður að við unnum okkur út úr því og unnum verðskuldaðan sigur,“ endaði Ásgeir Örn á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti