Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 46-56 | Valskonur í úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:05 Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær í liði Vals. Vísir/Bára Dröfn Valur hafði betur gegn Haukum í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valskonur höfðu betur og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta Keflavík. Það var hátt spennustigið í Ólafssal þegar Haukar og Valur mættust í oddaleik. Farseðillinn í úrslitin gegn Keflavík var undir og bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Bæði lið voru föst fyrir og gáfu ekkert eftir varnarlega. Á meðan var sóknarleikur beggja liða í algjöru frostmarki. Gestirnir voru stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 7-8. Það var töluvert betra flæði í leiknum í öðrum leikhluta og bæði lið þurftu sennilega fyrsta leikhluta til að átta sig á leiknum og andstæðingnum. Sem er auðvitað mjög sérstakt þar sem þetta var í níunda sinn sem liðin mættust á leiktíðinni. Um miðjan annan leikhluta fóru hlutirnir að smella betur hjá Val og gestirnir gengu hreint til verks. Haukar gátu ekki keypt sér körfu í tæplega sjö mínútur. Á meðan gekk Valur á lagið og gerði tólf stig í röð sem var ansi mikið miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Liðin áttu í miklum vandræðum með að setja niður þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Kiana Johnson setti niður eina þriggja stiga skotið. Haukar tóku níu þriggja stiga skot og hittu ekki úr neinu á meðan Valur hitti úr einu þriggja stiga skoti úr átta tilraunum. Þrátt fyrir aðeins átján prósent skotnýtingu í opnum leik voru Haukar aðeins fimm stigum undir í hálfleik 17-22. Þriðji leikhluti þróaðist nákvæmlega eins og fyrri hálfleikur. Bæði lið voru að hitta skelfilega illa en Valur var í bílstjórasætinu og því í aðeins betri málum. Eftir þrjá leikhluta var Valur sjö stigum yfir 29-36. Valskonur byrjuðu fjórða leikhluta með látum og gerðu níu stig í röð. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, neyddist til að brenna leikhlé eftir tvær mínútur en ekkert breyttist. Valur vann að lokum tíu stiga sigur 46-56 og Valsarar mæta Keflavík í úrslitum Subway-deildarinnar. Af hverju vann Valur? Þetta var afar sérstakur leikur og það var lítið skorað þar sem bæði lið hittu afar illa. Valur átti tvö áhlaup sem dugði til sigurs. Valur gerði tólf stig í röð í öðrum leikhluta og byrjaði fjórða leikhluta á að gera níu stig í röð. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var einni stoðsendingu frá því að enda með þrefalda tvennu. Kiana gerði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði vel í kvöld. Hildur gerði sjö stig og tók fjórtán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var martröð. Haukar gerðu aðeins sautján stig í fyrri hálfleik. Haukar hittu illa úr öllum skotum en þriggja stiga nýtingin var verst. Haukar tóku nítján þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gerist næst? Keflavík og Valur mætast í úrslitum Subway-deildarinnar. Fyrsti leikur er á miðvikudaginn klukkan 19:15 í Keflavík. Ólafur Jónas: Það hefði verið auðvelt að brotna og tapa þessu einvígi Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn og sérstaklega varnarleikinn. „Leikurinn vannst á varnarleik. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn og einbeittum okkur að honum eftir að við töpuðum síðasta leik. Við ætluðum ekki að leyfa þeim að skora svona mikið af þriggja stiga körfum.“ „Ég vil meina að það hafi verið góður varnarleikur hjá okkur sem varð til þess að Haukar settu ekki eina þriggja stiga körfu ofan í. Eftir síðasta tapleik mættum við mjög léttar á æfingu og við vissum hvað við gerðum vitlaust og það var góður andi í hópnum.“ Ólafur var afar ánægður með karakterinn í liðinu þar sem Valur tapaði síðustu tveimur leikjum fyrir oddaleikinn. „Ég er rosalega stoltur af stelpunum að hafa klárað þennan leik. Það hefði verið auðvelt að brotna og tapa þessu einvígi. Það er rosaleg samheldni í hópnum og það var aldrei nein uppgjöf þrátt fyrir að hafa tapað leik þrjú og fjögur. Stelpurnar voru með góð samtöl inn á vellinum og það skilaði þessum sigri í kvöld.“ Valur mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildarinnar og Ólafur var spenntur fyrir því einvígi. „Það er gaman að vera kominn aftur í úrslitin og við mætum tilbúnar á miðvikudaginn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Valur
Valur hafði betur gegn Haukum í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valskonur höfðu betur og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta Keflavík. Það var hátt spennustigið í Ólafssal þegar Haukar og Valur mættust í oddaleik. Farseðillinn í úrslitin gegn Keflavík var undir og bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Bæði lið voru föst fyrir og gáfu ekkert eftir varnarlega. Á meðan var sóknarleikur beggja liða í algjöru frostmarki. Gestirnir voru stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 7-8. Það var töluvert betra flæði í leiknum í öðrum leikhluta og bæði lið þurftu sennilega fyrsta leikhluta til að átta sig á leiknum og andstæðingnum. Sem er auðvitað mjög sérstakt þar sem þetta var í níunda sinn sem liðin mættust á leiktíðinni. Um miðjan annan leikhluta fóru hlutirnir að smella betur hjá Val og gestirnir gengu hreint til verks. Haukar gátu ekki keypt sér körfu í tæplega sjö mínútur. Á meðan gekk Valur á lagið og gerði tólf stig í röð sem var ansi mikið miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Liðin áttu í miklum vandræðum með að setja niður þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. Kiana Johnson setti niður eina þriggja stiga skotið. Haukar tóku níu þriggja stiga skot og hittu ekki úr neinu á meðan Valur hitti úr einu þriggja stiga skoti úr átta tilraunum. Þrátt fyrir aðeins átján prósent skotnýtingu í opnum leik voru Haukar aðeins fimm stigum undir í hálfleik 17-22. Þriðji leikhluti þróaðist nákvæmlega eins og fyrri hálfleikur. Bæði lið voru að hitta skelfilega illa en Valur var í bílstjórasætinu og því í aðeins betri málum. Eftir þrjá leikhluta var Valur sjö stigum yfir 29-36. Valskonur byrjuðu fjórða leikhluta með látum og gerðu níu stig í röð. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, neyddist til að brenna leikhlé eftir tvær mínútur en ekkert breyttist. Valur vann að lokum tíu stiga sigur 46-56 og Valsarar mæta Keflavík í úrslitum Subway-deildarinnar. Af hverju vann Valur? Þetta var afar sérstakur leikur og það var lítið skorað þar sem bæði lið hittu afar illa. Valur átti tvö áhlaup sem dugði til sigurs. Valur gerði tólf stig í röð í öðrum leikhluta og byrjaði fjórða leikhluta á að gera níu stig í röð. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var einni stoðsendingu frá því að enda með þrefalda tvennu. Kiana gerði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir spilaði vel í kvöld. Hildur gerði sjö stig og tók fjórtán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var martröð. Haukar gerðu aðeins sautján stig í fyrri hálfleik. Haukar hittu illa úr öllum skotum en þriggja stiga nýtingin var verst. Haukar tóku nítján þriggja stiga skot og hittu ekki úr einu einasta skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gerist næst? Keflavík og Valur mætast í úrslitum Subway-deildarinnar. Fyrsti leikur er á miðvikudaginn klukkan 19:15 í Keflavík. Ólafur Jónas: Það hefði verið auðvelt að brotna og tapa þessu einvígi Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn og sérstaklega varnarleikinn. „Leikurinn vannst á varnarleik. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn og einbeittum okkur að honum eftir að við töpuðum síðasta leik. Við ætluðum ekki að leyfa þeim að skora svona mikið af þriggja stiga körfum.“ „Ég vil meina að það hafi verið góður varnarleikur hjá okkur sem varð til þess að Haukar settu ekki eina þriggja stiga körfu ofan í. Eftir síðasta tapleik mættum við mjög léttar á æfingu og við vissum hvað við gerðum vitlaust og það var góður andi í hópnum.“ Ólafur var afar ánægður með karakterinn í liðinu þar sem Valur tapaði síðustu tveimur leikjum fyrir oddaleikinn. „Ég er rosalega stoltur af stelpunum að hafa klárað þennan leik. Það hefði verið auðvelt að brotna og tapa þessu einvígi. Það er rosaleg samheldni í hópnum og það var aldrei nein uppgjöf þrátt fyrir að hafa tapað leik þrjú og fjögur. Stelpurnar voru með góð samtöl inn á vellinum og það skilaði þessum sigri í kvöld.“ Valur mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildarinnar og Ólafur var spenntur fyrir því einvígi. „Það er gaman að vera kominn aftur í úrslitin og við mætum tilbúnar á miðvikudaginn,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti