Sekta ekki strax fyrir notkun nagladekkja Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 14:26 Síðasti dagurinn til að aka um á nagladekkjum fyrir sumarið er í dag samkvæmt reglugerð. Lögreglan hyggst þó ekki byrja að sekta fyrir notkun þeirra fyrr en í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Lögreglan mun þó ekki byrja að sekta þau sem aka um á nagladekkjum á morgun, það verður ekki gert fyrr en í næsta mánuði. „Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“ Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“
Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira