Köstuðu dauðum rottum í átt að stuðningsmönnum mótherjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2023 07:49 Þrátt fyrir atvikin á leiknum var mikil stemmning á meðal stuðningsmanna Standard Liege. Facebooksíða stuðningsmanna Standard Liege. Stuðningsmenn belgíska knattspyrnuliðsins Charleroi gripu til frekar ógeðfellds ráðs þegar lið þeirra mætti Standard Liege í nágrannslag í belgísku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Það er mikill rígur á milli stuðningsmanna Standard Liege og Charleroi og það kom berlega í ljós þegar liðin mættust í belgísku deildinni á föstudagskvöldið. Leikur liðanna fór fram á Maurice Dufrasne-leikvanginum í Liege og sýndu stuðningsmenn Chareroi af sér ömurlega hegðun. Þeir höfðu tekið með sér dauðar rottur á leikinn og köstuðu þeim síðan inn í hóp stuðningsmanna Standard. Stuðningsmannahópur Standard skrifar um atvikið á Facebook og fordæmir það harðlega. Rotturnar höfðu verið málaðar í rauðum lit en það er sami litur og á treyjum Standard Liege.Stuðningsmannasíða Standard Liege á Facebook. „Svokallaðir „stuðningsmenn“ Charleroi köstuðu dauðum rottum og við erum ekki að tala um eina eða tvær rottur heldur allavega tíu,“ er skrifað og mynd birt því til sönnunar. „Þið eruð ógeðsleg. Það vissum við nú þegar og þetta staðfestir það,“ skrifuðu stuðningsmenn Standard ennfremur. Þeir vonast til að forsvarsmenn deildarinnar, félagið og dýraverndunarsamtök láti sig málið varða. Stuðningsmenn Charleroi höfðu málað rotturnar rauðar en það er litur búninga Standard Liege. Í frétt RTBF er einnig greint frá því að stuðningsmennirnir hafi verið með borða sem stóð á „Barátta gegn rottum“ um leið og þeir sungu lag um rottur á meðal fólks í Liege. Lið Standard vann 3-1 sigur í leiknum og er í 6. sæti belgísku deildarinnar en Charleroi er í 8. sæti. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira
Það er mikill rígur á milli stuðningsmanna Standard Liege og Charleroi og það kom berlega í ljós þegar liðin mættust í belgísku deildinni á föstudagskvöldið. Leikur liðanna fór fram á Maurice Dufrasne-leikvanginum í Liege og sýndu stuðningsmenn Chareroi af sér ömurlega hegðun. Þeir höfðu tekið með sér dauðar rottur á leikinn og köstuðu þeim síðan inn í hóp stuðningsmanna Standard. Stuðningsmannahópur Standard skrifar um atvikið á Facebook og fordæmir það harðlega. Rotturnar höfðu verið málaðar í rauðum lit en það er sami litur og á treyjum Standard Liege.Stuðningsmannasíða Standard Liege á Facebook. „Svokallaðir „stuðningsmenn“ Charleroi köstuðu dauðum rottum og við erum ekki að tala um eina eða tvær rottur heldur allavega tíu,“ er skrifað og mynd birt því til sönnunar. „Þið eruð ógeðsleg. Það vissum við nú þegar og þetta staðfestir það,“ skrifuðu stuðningsmenn Standard ennfremur. Þeir vonast til að forsvarsmenn deildarinnar, félagið og dýraverndunarsamtök láti sig málið varða. Stuðningsmenn Charleroi höfðu málað rotturnar rauðar en það er litur búninga Standard Liege. Í frétt RTBF er einnig greint frá því að stuðningsmennirnir hafi verið með borða sem stóð á „Barátta gegn rottum“ um leið og þeir sungu lag um rottur á meðal fólks í Liege. Lið Standard vann 3-1 sigur í leiknum og er í 6. sæti belgísku deildarinnar en Charleroi er í 8. sæti.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira