Sá ekki viljann til að skora þriðja eða fjórða markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 23:01 Mikel Arteta var ekki ánægður eftir annað jafnteflið í röð. vísir/Getty Mikel Arteta var heldur súr er hann ræddi við blaðamenn eftir að lið hans, Arsenal, hafði misst niður tveggja marka forystu í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira