Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2023 14:03 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið afar gagnrýnin á fjármálaáætlun og biður Bjarna Benediktsson um að hlusta á gagnrýniraddir. Vísir/Arnar/Vilhelm Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira