Tilgangur kærunnar í Blönduósmálinu ekki að koma höggi á aðra aðstandendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 18:19 Atvikið varð á Blönduósi 21. ágúst á síðasta ári. Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins. Á föstudag var greint frá því að ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna andláts Brynjars hefði verið kærð af aðstandendum hans. Héraðssaksóknari felldi málið niður þar sem talið var að sakborningar í málinu, húsráðandi þar sem árásin varð og sonur hans, hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að til átaka milli Brynjars og hinna tveggja hefði komið. Dánarorsök Brynjars hafi verið köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Eitt úrræði hafi staðið til boða Í yfirlýsingunni, sem fjölskyldan segist hafa gefið út til að árétta nokkur mikilvæg atriði, segist hún hafa orðið fyrir árásum og áreitis í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara var kærð. „Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin. Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi,“ segir í yfirlýsingunni. Hafi hingað til borið harm sinn í hljóði Aðstandendur verði að krefjast þess að allt sem varpað geti ljósi á það sem gerðist að morgni 21. ágúst á síðasta ári. Að kæra ákvörðun saksóknara hafi verið eina úrræðið sem stóð fjölskyldunni til boða. „Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni. Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Að gefnu tilefni… Vegna þeirra árása og áreitis sem við fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, höfum orðið fyrir, í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara, um að fella niður rannsókn í máli hans, var kærð til embættis ríkissaksóknara, þann 13. apríl sl., finnum við okkur nauðbeygð til að árétta nokkur mikilvæg atriði. Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin. Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi. Við sem aðstandendur verðum að krefjast þess allt sem getur varpað ljósi á það sem gerðist þennan örlagaríka morgun, verði dregið fram og af því verði lært. Að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var því miður eina úrræðið sem stóð okkur til boða. Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni. Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma. Okkar von er sú, að málið verði rannsakað enn frekar og að öllum þeim spurningum, sem hægt er að svara, verði svarað. Virðingarfyllst,Fjölskylda Brynjars Þórs. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að gefa ekki út kæru vegna dauða árásarmannsins kærð Ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða mannsins sem varð konu að bana á Blönduósi hefur verið kærð til ríkissaksóknara. Aðstandendur mannsins kærðu ákvörðunina. 14. apríl 2023 12:23 Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. 10. febrúar 2023 17:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna andláts Brynjars hefði verið kærð af aðstandendum hans. Héraðssaksóknari felldi málið niður þar sem talið var að sakborningar í málinu, húsráðandi þar sem árásin varð og sonur hans, hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að til átaka milli Brynjars og hinna tveggja hefði komið. Dánarorsök Brynjars hafi verið köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Eitt úrræði hafi staðið til boða Í yfirlýsingunni, sem fjölskyldan segist hafa gefið út til að árétta nokkur mikilvæg atriði, segist hún hafa orðið fyrir árásum og áreitis í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara var kærð. „Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin. Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi,“ segir í yfirlýsingunni. Hafi hingað til borið harm sinn í hljóði Aðstandendur verði að krefjast þess að allt sem varpað geti ljósi á það sem gerðist að morgni 21. ágúst á síðasta ári. Að kæra ákvörðun saksóknara hafi verið eina úrræðið sem stóð fjölskyldunni til boða. „Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni. Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Að gefnu tilefni… Vegna þeirra árása og áreitis sem við fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, höfum orðið fyrir, í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara, um að fella niður rannsókn í máli hans, var kærð til embættis ríkissaksóknara, þann 13. apríl sl., finnum við okkur nauðbeygð til að árétta nokkur mikilvæg atriði. Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin. Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi. Við sem aðstandendur verðum að krefjast þess allt sem getur varpað ljósi á það sem gerðist þennan örlagaríka morgun, verði dregið fram og af því verði lært. Að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var því miður eina úrræðið sem stóð okkur til boða. Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni. Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma. Okkar von er sú, að málið verði rannsakað enn frekar og að öllum þeim spurningum, sem hægt er að svara, verði svarað. Virðingarfyllst,Fjölskylda Brynjars Þórs.
Að gefnu tilefni… Vegna þeirra árása og áreitis sem við fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, höfum orðið fyrir, í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara, um að fella niður rannsókn í máli hans, var kærð til embættis ríkissaksóknara, þann 13. apríl sl., finnum við okkur nauðbeygð til að árétta nokkur mikilvæg atriði. Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin. Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi. Við sem aðstandendur verðum að krefjast þess allt sem getur varpað ljósi á það sem gerðist þennan örlagaríka morgun, verði dregið fram og af því verði lært. Að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var því miður eina úrræðið sem stóð okkur til boða. Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni. Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma. Okkar von er sú, að málið verði rannsakað enn frekar og að öllum þeim spurningum, sem hægt er að svara, verði svarað. Virðingarfyllst,Fjölskylda Brynjars Þórs.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að gefa ekki út kæru vegna dauða árásarmannsins kærð Ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða mannsins sem varð konu að bana á Blönduósi hefur verið kærð til ríkissaksóknara. Aðstandendur mannsins kærðu ákvörðunina. 14. apríl 2023 12:23 Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. 10. febrúar 2023 17:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ákvörðun um að gefa ekki út kæru vegna dauða árásarmannsins kærð Ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða mannsins sem varð konu að bana á Blönduósi hefur verið kærð til ríkissaksóknara. Aðstandendur mannsins kærðu ákvörðunina. 14. apríl 2023 12:23
Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. 10. febrúar 2023 17:23