Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 11:00 Ruud Gullit og Diego Maradona takast á. Getty/Allsport UK /Allsport Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira
AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Sjá meira