Viðskipti innlent

Arndís Ósk ráðin framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni

Máni Snær Þorláksson skrifar
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni.
Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs hjá Vegagerðinni. Vísir/Aðsend/Egill

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Ásamt því tekur hún sæti í yfirstjórn og framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar. Alls bárust tuttugu og ein umsókn um starfið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur einnig fram að Arndís hafi víðtæka reynslu og þekkingu af verkefnastjórnsýslu, áætlanagerð og undirbúningi umfangsmikilla innviðaframkvæmda.

Arndís kom fyrst til starfa hjá Vegagerðinni í febrúar á síðasta ári en þá tók hún við starfi forstöðumanns Verkefnastofu Borgarlínu. 

Fyrir það starfaði Arndís um fjórtán ára skeið hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Veitum, síðast sem forstöðumaður vatns- og fráveitu. Auk þess sat hún í framvæmdastjórn Veitna.

Arndís lauk BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og meistaragráðu í sömu fræðum frá Herlot Watt University tveimur árum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×