Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 20:28 Einhvern veginn svona mun Ölfusárbrú líta út, allavega samkvæmt tölvuteikningu. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026. Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum.
Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48