Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Guðbrandur Einarsson skrifar 19. apríl 2023 14:31 Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Lífeyrissjóðir Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun