Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður Árni Jóhansson skrifar 20. apríl 2023 21:10 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag. Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42