Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. apríl 2023 12:50 Kristín Eysteinsdóttir var Borgarleikhússtjóri á árunum 2014 til 2020 og náði leikhúsið eftirtektarverðum listrænum og rekstrarlegum árangri undir hennar stjórn. Hennar bíða stór verkefni hjá Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu.
Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39
Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42