Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:40 Hreggviður steig til hliðar úr stjórn Veritas þegar málið kom upp. Hann var þá stjórnarformaður og aðaleigendi félagsins. Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hreggviði til fjölmiðla síðdegis. „Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér,“ segir Hreggviður. „Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.“ Vítalía sakaði Hreggvið, Ara Edwald og Þórð Má Jóhannesson um kynferðisbrot í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020. Réttargæslumaður Vítalíu staðfesti við RÚV fyrr í dag að málið hefði verið fellt niður. Sú niðurstaða yrði aftur á móti kærð til ríkissaksóknara. Hreggviður, Ari og Þórður Már hafa kært Arnar og Vítalíu, sem áttu í ástarsambandi, fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Hreggviður segir málið ekki síst hafa haft afeiðingar fyrir Vítalíu og Arnar. „Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“ Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hreggviði til fjölmiðla síðdegis. „Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér,“ segir Hreggviður. „Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.“ Vítalía sakaði Hreggvið, Ara Edwald og Þórð Má Jóhannesson um kynferðisbrot í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020. Réttargæslumaður Vítalíu staðfesti við RÚV fyrr í dag að málið hefði verið fellt niður. Sú niðurstaða yrði aftur á móti kærð til ríkissaksóknara. Hreggviður, Ari og Þórður Már hafa kært Arnar og Vítalíu, sem áttu í ástarsambandi, fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Hreggviður segir málið ekki síst hafa haft afeiðingar fyrir Vítalíu og Arnar. „Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“
Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10